18.02.2012 00:00

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 / Sigurður Þorleifsson GK 10 / Sjöfn EA 142 / Saxhamar SH 50

Þó þessi sé kominn fimmtugs aldurinn og sé einn af þeim fjölmörgu raðsmíðaskipum sem komu frá Boisenburg í Austur-Þýskalandi er hann enn í útgerð og má segja að hann beri aldurinn vel, því hann hefur fríkkað með árunum frekar en hitt.


                1028. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Snorrason


                 1028. Sigurður Þorleifsson GK 10 © mynd í eigu Ljósmyndasafns
                                    Grindavíkur. Ljósm.: Hinrik Bergsson


  1028. Sjöfn EA 142 © mynd Þorgeir Baldursson


                     1028. Saxhamar SH 50 © mynd Sigurður Bergþórsson



                 1028. Saxhamar SH 50, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                      1028. Saxhamar SH 50 © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanúmer 440 hjá Veb. Elbewerdt í Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til landsins á skírdag, 1. apríl 1967.  Lengdur og yfirbyggður 1987. Lengdur og endurbættur í Póllandi 1989.

Nöfn: Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, Sigurður Þorleifsson GK 10, Sæljón SU 104, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn EA 142 og núverandi nafn: Saxhamar SH 50.

Af Facebook:
Guðni Ölversson Gaman að sjá hvað þessi góði bátur lítur vel út í dag. Greinilega í höndunum á górði útgerð. Hef sterkar taugar til hans síðan ég var á honum, óbreyttum, sem Harfn Sveinbjarnarson. Góður bátur með góðum körlum.