17.02.2012 16:19
Minningaathafnir um Magnús og Gísla og bátarnir þeirra
Í dag fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju minningarathöfnin um Magnús Þ. Daníelsson skipstjóra sem fórst með Hallgrími SI við Noregsstrendur og 24. feb. nk. fer fram minningaathöfnin um hinn Suðurnesjamanninn, sem fórst með sama skipi, Gísla Garðarsson og þá einnig frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Það er því kannski táknrænt að sjá báta þeirra hlið við hlið í Njarðvíkurhöfn í dag.

1581. Faxi RE 24 og 1914. Fylkir KE 102, í Njarðvikurhöfn í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsenm 17, feb, 2012
1581. Faxi RE 24 og 1914. Fylkir KE 102, í Njarðvikurhöfn í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsenm 17, feb, 2012
Skrifað af Emil Páli
