17.02.2012 00:00
Tvö strönd á nýlegu skipi með stuttu millibili
Hér endurbirti ég myndir af Hvassafellinu, svo og myndir af úrklippum sem Tómas Knútsson safnaði af seinni strandinu sem fjallað verður um hér, en þá var hann um borð og raunar líka í fyrra strandinu. Skip þetta var smiðað 1971 og var því mjög nýlegt og samkvæmt punktum Tómasar fór það, þann 19. desember 1974 í ferð sem varð ansi löngu og snúin. Stefnan var tekin á Kaupmannahöfn og þaðan til Tallinn í Eistlandi þar sem losa átti 45.900 x 50kg poka af loðnumjöli.
Skipið kom á ytri höfnina í Tallinn 20. desember, en það var ekki fyrr en miðnætti á sjálfum áramótunum sem skipið var loksins tekið upp að bryggju og var það mjög tilkomin sjón að sigla inn undir rakettuskothríðinni og lúðraþyt skipanna í höfninni. Veran varð þó stutt því strax daginn eftir var skipið aftur sent út á ytri-höfnina og þar var það í 10 daga. Þá hófst losun sem lauk ekki fyrr en 19. janúar en þá var siglt til Kotka í Finnlandi og á leiðinni strandaði skipið við Orrengrum við Finnlandsstrendur.
Stór og öflugur dráttarbátur með tvær 11000 hestafla vélar tók í skipið, en sverir vírar slitnuðu eins og ekkert og því kom að lítinn hafnsögubátur með 24 hestafla vél og með því að smá toga fram og til baka tókst þeim litla að losa skipið af strandstað. Fór næsta vika í að þétta krókinn, áður en siglt var með vélarafli til Kiel í Þýskalandi og þaðan losnaði skipið ekki fyrr en í febrúar 1975.
Þá var skipið lestað með áburði sem átti að fara til Reyðarfjarðar, Raufarhafnar og Akureyrar, en sökum þess að Brúarfoss var á Raufarhöfn var ákveðið að fara til Húsavíkur í staðinn, en þó var fyrst farið til Akureyrar sem var heimahöfn skipsins.
Þann 7. mars 1975 var haldið af stað með stefnuna á Húsavík, en skipið strandaði við Flatey á Skjálfanda og losnaði þaðan 14. maí og þá fór það aftur til Kiel til viðgerðar og lauk þeirri viðgerð í ágúst 1975. Fór skipið nú til Archangæslk og sótti timbur og sigldi nú heim. Þar með lauk tveggja ára stanslausu úthaldi Tómasar um borð í skipinu, en hann hafði ekki tekið nein frí á þessum tíma.
Nánar má lesa í úrklippunum sem fylgja með, en fyrst sjáum við myndir af skipinu eins og það var fyrir strandið, þá myndir sem Tómas tók sjálfur af skipinu daginn sem það losnaði úr fyrri viðgerðinni í Kiel og svo fleiri myndir og úrklippur úr úrklippubók Tómasar.
Þá má geta þess að eftir því sem ég veit best þá heitir Hvassafellið í dag Joyce.

1200. Hvassafell © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssonar, en í upphafi frá Skipadeild SÍS

1200. Hvassafell © mynd úr Tímanum


1200. Hvassafell, lok fyrri viðgerðarinna í Kiel © mynd Tómas Knútsson, í feb. 1975










Úrklippur úr hinum ýmsu blöðum © úr úrklippubók Tómasar Knútssonar


1200. Hvassafell © myndir í eigu Björns og Tómasar Knútssona, er komu frá Skipadeild SÍS
Af Facebook:
Tómas J. Knútsson takk minn kæri
Skipið kom á ytri höfnina í Tallinn 20. desember, en það var ekki fyrr en miðnætti á sjálfum áramótunum sem skipið var loksins tekið upp að bryggju og var það mjög tilkomin sjón að sigla inn undir rakettuskothríðinni og lúðraþyt skipanna í höfninni. Veran varð þó stutt því strax daginn eftir var skipið aftur sent út á ytri-höfnina og þar var það í 10 daga. Þá hófst losun sem lauk ekki fyrr en 19. janúar en þá var siglt til Kotka í Finnlandi og á leiðinni strandaði skipið við Orrengrum við Finnlandsstrendur.
Stór og öflugur dráttarbátur með tvær 11000 hestafla vélar tók í skipið, en sverir vírar slitnuðu eins og ekkert og því kom að lítinn hafnsögubátur með 24 hestafla vél og með því að smá toga fram og til baka tókst þeim litla að losa skipið af strandstað. Fór næsta vika í að þétta krókinn, áður en siglt var með vélarafli til Kiel í Þýskalandi og þaðan losnaði skipið ekki fyrr en í febrúar 1975.
Þá var skipið lestað með áburði sem átti að fara til Reyðarfjarðar, Raufarhafnar og Akureyrar, en sökum þess að Brúarfoss var á Raufarhöfn var ákveðið að fara til Húsavíkur í staðinn, en þó var fyrst farið til Akureyrar sem var heimahöfn skipsins.
Þann 7. mars 1975 var haldið af stað með stefnuna á Húsavík, en skipið strandaði við Flatey á Skjálfanda og losnaði þaðan 14. maí og þá fór það aftur til Kiel til viðgerðar og lauk þeirri viðgerð í ágúst 1975. Fór skipið nú til Archangæslk og sótti timbur og sigldi nú heim. Þar með lauk tveggja ára stanslausu úthaldi Tómasar um borð í skipinu, en hann hafði ekki tekið nein frí á þessum tíma.
Nánar má lesa í úrklippunum sem fylgja með, en fyrst sjáum við myndir af skipinu eins og það var fyrir strandið, þá myndir sem Tómas tók sjálfur af skipinu daginn sem það losnaði úr fyrri viðgerðinni í Kiel og svo fleiri myndir og úrklippur úr úrklippubók Tómasar.
Þá má geta þess að eftir því sem ég veit best þá heitir Hvassafellið í dag Joyce.

1200. Hvassafell © mynd úr safni Björns og Tómasar Knútssonar, en í upphafi frá Skipadeild SÍS

1200. Hvassafell © mynd úr Tímanum


1200. Hvassafell, lok fyrri viðgerðarinna í Kiel © mynd Tómas Knútsson, í feb. 1975










Úrklippur úr hinum ýmsu blöðum © úr úrklippubók Tómasar Knútssonar


1200. Hvassafell © myndir í eigu Björns og Tómasar Knútssona, er komu frá Skipadeild SÍS
Af Facebook:
Tómas J. Knútsson takk minn kæri
Skrifað af Emil Páli
