13.02.2012 00:00
Flutti inn þrjá skipsskrokka og urðu þeir allir af fiskiskipum
Skipasmíðastöð Njarðvikur flutti inn þrjár skrokkar til að gera úr fiskiskip. Tveir þeirra voru kláraðir í stöðinni, en allir þrír komust þó á sjó sem fiskiskip. Hér fyrir neðan birtist saga þeirra. hvers fyrir sig. En fyrst koma myndirnar.

Þessi dró skrokkana til landsins © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

Sá sem fékk vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

Skrokkur sá sem síðar varð 1679. Sólrún ÍS 1, á leið í slippinn í fyrsta sinn © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

1679. Sólrún ÍS 1, tilbúin til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

1625. Gunnjón GK 506, tilbúinn til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

Skorska skipið Alert FR 336 frá Franserburgh í Skotlandi í Njarðvíkurhöfn á árinu 1995, en þangað kom það til að sækja skipskrokk frá Skipamíðastöð Njarðvíkur sem hafði vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Emil Páll í júní 1995
Umræddur skrokkur var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór Alert með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, PD 067 en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998.
Gunnjón GK 506: Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Var hann dreginn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.
Síðar seldur til Noregs og hófu eigendur þar miklar breytingar á bátnum en þá kom upp mikll eldur í honum og framkvæmdir stöðvuðust. Gerður þó áfram upp og skipt um brú í Noregi í kjölfars þess bruna.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G
Sólrún ÍS 1: Báturinn varð alelda á svipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dreginn til Njarðvíkur og þaðan til nýrra eigenda í Danmerkur tveimur árum síðar. Ekki þó endurbyggður ytra heldur lá báturinn (flakið) í höfn í Thyboron, Danmörku í fjölda ára
Nöfn: Sólrún ÍS 1, Kofri ÍS 41, Öngull RE 250, Öngull SH og Öngull.
Af Facebook:
Guðni Ölversson Gaman að þessu.
Þessi dró skrokkana til landsins © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
Sá sem fékk vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
Skrokkur sá sem síðar varð 1679. Sólrún ÍS 1, á leið í slippinn í fyrsta sinn © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
1679. Sólrún ÍS 1, tilbúin til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
1625. Gunnjón GK 506, tilbúinn til sjósetningar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
Skorska skipið Alert FR 336 frá Franserburgh í Skotlandi í Njarðvíkurhöfn á árinu 1995, en þangað kom það til að sækja skipskrokk frá Skipamíðastöð Njarðvíkur sem hafði vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Emil Páll í júní 1995
Umræddur skrokkur var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór Alert með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, PD 067 en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998.
Gunnjón GK 506: Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Var hann dreginn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.
Síðar seldur til Noregs og hófu eigendur þar miklar breytingar á bátnum en þá kom upp mikll eldur í honum og framkvæmdir stöðvuðust. Gerður þó áfram upp og skipt um brú í Noregi í kjölfars þess bruna.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G
Sólrún ÍS 1: Báturinn varð alelda á svipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dreginn til Njarðvíkur og þaðan til nýrra eigenda í Danmerkur tveimur árum síðar. Ekki þó endurbyggður ytra heldur lá báturinn (flakið) í höfn í Thyboron, Danmörku í fjölda ára
Nöfn: Sólrún ÍS 1, Kofri ÍS 41, Öngull RE 250, Öngull SH og Öngull.
Af Facebook:
Guðni Ölversson Gaman að þessu.
Skrifað af Emil Páli
