12.02.2012 12:43

Grímsnes BA 555 ekki seldur

Vegna frétta um sölu á Grímsnesi BA 555, hefur Hólmgrímur Sigvaldason, eigandi bátsins óskað eftir því að það kæmi fram að báturinn hefur ekki verið seldur. Hann væri til sölu, en ekkert væri komið fram sem benti til þess að hann væri á förum til nýs eiganda.

Samkvæmt því eru þær fréttir sem birtust á annarri síðu úr lausu lofti gripnar.






           89. Grímsnes BA 555, kemur inn til Njarðvíkur 22. nóv. 2011 © myndir Emil Páll