12.02.2012 10:35
Eiður seldur og hugsanlega Grímsnes líka
Ég var að frétta að einhverjar skipasíður hafa verið að fjalla um sölu á bátnum Eið til Ísafjarðar og hugsanlega sölu á Grímsnesinu til Noregs. Á þeirri síðu sem fjallaði um Grímsnesið var birt athugasemd í hálfkæringi merkt EPJ en hún er ekki frá mér enda birti ég aldrei athugasemdir undir öðru en Emil Páll.
Það er með öllu rangt að ég taki því illa þó einhver sé á undan mér að birta fréttir, ég hef hinsvegar bent mönnum á að þegar þeir telja sig vera að birta fréttir fyrstir, fréttir sem ég hef áður sagt frá, séu þeir ekki fyrstir, en það virðist fara illa í suma.
Aðalástæðan fyrir því hve ég fylgist illa með þessar vikurnar er fullgild að þeirra dómi sem þekkja til og mun ég trúlega segja hana síðar, þegar rétti tíminn er kominn. Vonandi taka menn mér þó eins og ég er fram að þeim tíma og geri ekki upp fullyrðingar um mig á meðan, heldur gefi mér frið til að vinna úr málum.

1611. Eiður ÓF 13 © mynd Hilmar Snorrason. Þessi mun nýlega hafa verið seldur til Ísafjarðar

89. Grímsnes BA 555 © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2011. Þessi er trúlega á leiðinni til Noregs, þó ekki sé búið að ganga endanlega frá málum.
Það er með öllu rangt að ég taki því illa þó einhver sé á undan mér að birta fréttir, ég hef hinsvegar bent mönnum á að þegar þeir telja sig vera að birta fréttir fyrstir, fréttir sem ég hef áður sagt frá, séu þeir ekki fyrstir, en það virðist fara illa í suma.
Aðalástæðan fyrir því hve ég fylgist illa með þessar vikurnar er fullgild að þeirra dómi sem þekkja til og mun ég trúlega segja hana síðar, þegar rétti tíminn er kominn. Vonandi taka menn mér þó eins og ég er fram að þeim tíma og geri ekki upp fullyrðingar um mig á meðan, heldur gefi mér frið til að vinna úr málum.
1611. Eiður ÓF 13 © mynd Hilmar Snorrason. Þessi mun nýlega hafa verið seldur til Ísafjarðar
89. Grímsnes BA 555 © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2011. Þessi er trúlega á leiðinni til Noregs, þó ekki sé búið að ganga endanlega frá málum.
Skrifað af Emil Páli
