11.02.2012 14:10

Þorgrímur Ómar Tavsen - skyndihjálparmaður Suðurnesja

Í morgun var Þorgrími Ómari Tavsen afhent viðurkenning fyrir að vera skyndihjálparmaður Suðurnesja og einn af fjórum sem koma til greina sem Skyndihjálparmaður landsins, en það verður ákveðið nú um kl. 15 í Smáralind.

Sögu Þorgríms Ómars hef ég áður sagt frá hér á síðunni, en í stuttu máli þá kom hann að skipsfélaga sínum þar sem hann hafði misst meðvitund og gat komið honum í gang að nýju. Gerðist þetta 17. ágúst sl.


     Þorgrími Ómari Tavsen, afhent viðurkenningin sem SKYNDIHJÁLPARMAÐUR SUÐURNESJA á slökkvistöðinni í Keflaví í morgun,, Voru það fulltrúar Rauða krossins sem afhentu viðurkenningu þessa © mynd Pálína Ásbjörnsdóttir