10.02.2012 18:00

HB Grandi með fleiri skip á loðnuveiðum

skessuhorn.is:

 

 

10. febrúar 2012

Nær stöðug loðnulöndun hefur verið á Akranesi þessa vikuna. Í morgun kom Hoffell SU-80 frá Fáskrúðsfirði með um 1.200 tonn til löndunar hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda. Ingunn AK kom í gærkvöldi með um 300 tonn og rifna nót. Í fyrrinótt landaði Víkingur AK tæpum 1.400 tonnum. Hoffellið veiddi þessa loðnu úr kvóta HB Granda en annað skip, Huginn VE, er nú á miðunum og veiðir úr kvóta HB Granda. Áætlað er að Huginn taki fjóra túra fyrir HB Granda og landi aflanum á Akranesi. Huginn ber um 1.500 tonn. Nú eru kominn um 14.000 tonn af loðnu í land á Akranesi.

Með þessu er fyrirækið að tryggja sig fyrir að ná öllum loðnukvótanum en ótíð að undanförnu hefur hamlað veiðum, sérstaklega í Berufjarðarál, þar sem fremsti hluti loðnugöngunnar er. Menn vonast nú til að sú loðna fari að ganga upp á grunnið vestan við Stokksnes. Loðnan sem komið hefur til Akraness að undanförnu hefur ýmist verið veidd á Grímseyjarsundi eða austur af Langanesi.