10.02.2012 10:00
Rækjukvóti í Arnarfirði uppveiddur
9.2.2012 | 08:34
Úthlutuð kvóta í Arnarfirði náð.
Já síðasti róður var í gær en þá náðum við settu markmiði að klára úthlutað kvóta sem Andri BA-101 hefur í Arnarfjarðarrækju. Fórum við 17 sjóferðir og veiddum 50.162 kg í þeim sem gerir 2.950 kg í róðri eða tæp 3 tonn. Byrjuðum við 11. janúar og lokin þann 8.feb. Aðeins í síðustu viku náðum við að veiða alla vikuna eða frá mánudegi til föstudags. Nú er bara binda Andra vel því sennilega verður hann ekki hreyfður fyrr en á nýju kvótaári ( kannski verður farið í siglingu á sjómannadaginn hver veit
.)
Það eru ekki allar rækjur litlar í Arnarfirði eins og sjá má á þessari mynd. Sú stóra man sennilega tímana tvenna og hefur allavega sloppið undan rækjusjómönnum undanfarin fimm ár. Sú minni ekki jafn heppin.
Ýmir tekur trollið í gær inn á Borgarfirði.
Hér sjáum við Gíslasker, en vertíðin var enduð á því að toga fyrir sker og allaleið út með Langanesgrunni.
Nú er bara bíða eftir því að Steingrímur komi með óbreytt kvótafrumvarp svo það sé alveg öruggt að útgerðarklúbbnum verði endanlega lokað.
© myndir og texti Jón Páll Jakobsson
