08.02.2012 08:30

Hundruðir manna á leið að bjórskipinu

Þó enn sé snemma morgun ætla ég að koma hér með eitt svona skondið mál. Hér sjáum við fjölda fólks, svo hundruðum skipta á leið að bjór- og ölskipi og síðan skipið fullt af slíkum veitingum. En hvað skildi þetta vera? Jú á hverju ári þegar fram fara Sandgerðisdagar hópast fólk í göngu þar sem fjölmargir staðir, fyrirtæki og stofnanir eru heimsótt og allsstaðar eru einhverjar veitingar í boði. Ganga þessi nefnist Lodduganga. Í fyrra var m.a. heimsótt Sólplast og á fyrstu myndinni sem er tekin hálft í hvoru upp í sólina má sjá hundruði manna nálgast fyrirtækið og síðan sjáum við bát fylltan með bjór- og öldósum, sem beið gestanna.


                       Fleiri hundruð manns nálgast Sólplast á Loddudögunum í fyrra




      Bjór- og ölbáturinn, inni á gólfi hjá Sólplasti beið eftir að fólkið kæmi © myndir Jónas Jónsson, 2011