06.02.2012 12:40

Áhöfnin á Herjólfi gerir grín að stöðunni

Eyjafrettir.is

- Fluttu stórskemmtilegt lag á árshátíð Eimskips um helgina

Áhöfnin á Herjólfi gerir grín að stöðunni
Um helgina var árshátíð Eimskips haldin í Laugardalshöll og var margt um manninn enda fjölmargir sem starfa hjá fyrirtækinu.  Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði en eitt atriðið vakti verðskuldaða athygli.  Áhöfnin á Herjólfi fór þá upp á svið og flutti frumsaminn texta við lagið Lífið er lotterí en textann sömdu þeir Gunnar Heiðar Gunnarsson, kokkur um borð og Arnar Sigurðsson, vélstjóri.  Myndband af flutningnum má sjá á Eyjafrettir.is

Arnar og Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri voru svo forsöngvarar en textinn er nokkuð hnyttinn miðað við stöðu mála í Landeyjahöfn.  Lagið heitir Lífið í Herjólfi.