06.02.2012 12:15
Sálfræðingur um viðtalið við Eirík Inga: Þessi sýn hans getur hjálpað í kreppu eða við starfsmissi
pressan.is:
"Hann segir mjög vel frá því þegar hann sá börnin sín fyrir sér og hvernig hann fylltist af orku við það. Það hefur fleytt honum langt," segir Björn Vernharðsson, sálfræðingur um viðtalið fræga við sjómanninn Eirík Inga Jóhannsson.
Björn hefur sérhæft sig í því að fylgjast með líkamstjáningu fólks og greina hana. Hann segir Eirík Inga hafa komist afar vel frá viðtalinu og tók Björn sérstaklega eftir því hvernig hann notaði hugann til að halda sér á lífi við þessar háskalegu aðstæður.
Sálfræðingur um viðtalið við Eirík Inga: Þessi sýn hans getur hjálpað í kreppu eða við starfsmissi
Mynd af Eiríki af Facebook síðu hans
Björn hefur sérhæft sig í því að fylgjast með líkamstjáningu fólks og greina hana. Hann segir Eirík Inga hafa komist afar vel frá viðtalinu og tók Björn sérstaklega eftir því hvernig hann notaði hugann til að halda sér á lífi við þessar háskalegu aðstæður.
Þetta er þekkt á meðal sjómanna hvernig þeir höfðu þessa sýn að komast heim eða í kirkju næsta sunnudag. Það skiptir miklu máli að hafa þessa sýn. Hann segir mjög vel frá því hvernig hann sér börnin fyrir sér og fyllist af orku. Það verður einhver slökun í líkamanum og hann fyllist af testósteróni. Hann er allt í einu kominn út úr skipinu og hann sagði frá því að han vissi varla hvernig hann gerði það.Sambærileg tilvik koma upp hjá flestum á lífsleiðinni og segir Björn að aðferð Eiríks Inga megi nota við fleiri aðstæður.
Það skiptir miklu að hafa þessa sýn, þessa lífslöngun. Til dæmis þegar maður lendir í kreppu, starfsmissi eða skilnaði. Það er mjög mikilvægt að geta séð sig í betri aðstæðum.Hættan er þó sú, segir Björn, að eftir því sem fram líða stundir geri áfallastreituröskun vart við sig. Hún getur komið fram þegar glímt er við eftirmála slyssins.
Röskunin kemur þegar kemur að því að endurupplifa aðstæður. Þá fer hún að koma inn í og eitt leiðir af öðru. Þá skiptir mestu að hafa fullan stuðning.
Skrifað af Emil Páli
