05.02.2012 17:00
Magnús KE 46 / Jón Forseti
Fiskibátur, síðan vinnubátur og loks skemmtibátur. Afskráður, settur á skrá að nýju. rak upp og var lengi vel og kannski ennþá uppi á bryggju.

1677. Magnús KE 46, í Grófinni © mynd Emil Páll

1677. Jón Forseti, á Akranesi © mynd Ljósmyndasafn Akraness

1677. Jón Forseti © mynd Þorgeir Baldursson, 2007
Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1980. Afskráður 2. des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í október 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK en ekkert varð úr því og þeim kaupum sem þá höfðu farið fram var rift. Báturinn var þá seldur til Færeyja í maí 1997, en fór aldrei og stóð uppi í Grófinni fram í maí 1999 að hann var kominn á skrá á ný. Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Eftir það stóð báturinn lengi vel á bryggjunni á Blönduósi, en hvort svo sé enn veit ég ekki.
Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús, Jón Forseti
1677. Magnús KE 46, í Grófinni © mynd Emil Páll
1677. Jón Forseti, á Akranesi © mynd Ljósmyndasafn Akraness
1677. Jón Forseti © mynd Þorgeir Baldursson, 2007
Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1980. Afskráður 2. des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í október 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK en ekkert varð úr því og þeim kaupum sem þá höfðu farið fram var rift. Báturinn var þá seldur til Færeyja í maí 1997, en fór aldrei og stóð uppi í Grófinni fram í maí 1999 að hann var kominn á skrá á ný. Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Eftir það stóð báturinn lengi vel á bryggjunni á Blönduósi, en hvort svo sé enn veit ég ekki.
Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús, Jón Forseti
Skrifað af Emil Páli
