05.02.2012 11:00

Bolli KE 46 / Andri KE 86 / Andri ÓF 62 / Finnur EA 245

Þessi er trúlega einn af elstu plastbátunum hérlendis, var þó úreldur og afskráður, en seldur til Færeyja og þar fékk hann 3 nöfn og síðan keyptur aftur hingað til lands. En ef ég man rétt þá fór hann aldrei til Færeyja heldur stóð uppi á Ólafsfirði eða Siglufirði, þar til hann var seldur til Akureyrar og fékk það nafn sem hann ber enn í dag.


               1542. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll


    1542. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll


           1542. Andri KE 86, í Sandgerði © mynd Emil Páll


                    1542. Andri ÓF 62 © mynd Skerpla


                                1542. Finnur EA 245 © mynd Þorgeir Baldursson


         1542. Finnur EA 245, að koma inn til Svalbarðseyrar © mynd Örn Stefánsson


                     1542. Finnur EA 245, á Svalbarðseyri © mynd Örn Stefánsson


                                               1542. Finnur EA 245

Framlediðslunúmer 100 hjá Samtaki hf. Hafnarfirði 1979 og innréttaður í Vogum sama ár.
Endurbyggður Keflavík 1983-84 eftir bruna í Sandgerðishöfn 30. jan. 1983. Voru það Bergur Vernhardsson og Magnús Ingimundarson sem endurbyggðu bátinn. Úreldingastyrkur samþykktur i des. 1994, en hætt við að nota hann. Seldur til Færeyja í des. 1998 og þá afskráður. Keyptur hingað til lands aftur 2007. Ef ég man rétt fór hann aldrei til Færeyja, þó svo hann væri þar skráður undir þremur nöfnum.

Nöfn: Björn Gislason SU 140, Guðdís GK 158, Bolli KE 46, Andri KE 86, Andri ÓF 62, Dáva Dánjal VA 60, Sjóberin FD 89, Trúgvi FD 905 og núverandi nafn er: Finnur EA 245

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Einhversstaðar sá ég að menn voru að kalla þetta heygrindina, útaf verklegum rekverkunum