03.02.2012 22:30
Víðir KE 101 og Ólafur Bjarnason SH 137
1819. Víðir KE 101 og 1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1987
1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009
1304. Smíðanr. 29 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1973, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Yfirbyggður 1997, skutlenging 1997.
Upphaflega smíðaður fyrir Hólma hf., Keflavík, en þeir hættu við áður en smíði lauk.
Nöfn: Hefur alltaf borið þetta sama nafn Ólafur Bjarnason SH 137, eða í 39 ár.
1819. Smíðaður í Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1987. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 14. ágúst 1987.
Nöfn: Víðir KE 101, Þórir Arnar SH 888, Bylgjan SK 6, Bylgjan HF 150, Mundi SH 737 og núverandi nafn: Mundi SU 35.
Skrifað af Emil Páli
