03.02.2012 20:00
Erlingur VE 295
392. Erlingur VE 295, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll
Smíðaður hjá Friðrikssund Skipsverft, Freerikssund, Danmörku 1930. Gerður að safngrip í Vestmannaeyjum 25. okt. 1990.
Strandaði í sinni fyrstu heimferð í Garðinn, á Mýrdalssandi við Slýjafjöru 2. okt. 1930. Brotnaði og sökk í sandinn. Tekinn af skrá. Síðan bjargað úr sandinum og settur aftur á skrá 1933 eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja.
Nöfn: Gardi, Erlingur GK, Erlingur VE 295, Erlingur I VE 295, aftur Erlingur VE 295 og Erlingur Rán HF 342. Var með nafnið Erlingur VE í 57 ár.
Skrifað af Emil Páli
