03.02.2012 13:00

Meðalaldur sjómanna hækkar stöðugt


Hann hefur hækkað úr 29 árum í 41 ár á síðustu þremur áratugum.

Fiskifréttir 2. febrúar 2012
Á sjó. Mynd: Einar Ásgeirsson

Sjómannastéttin er að eldast. Um það tölur vitna tölur úr lögskráningarskýrslum.  Á árinu 1982 eða fyrir þremur áratugum var meðalaldur sjómanna 29 ár. Tíu árum síðar hafði hann hækkað í 32 ár. Árið 2002 var meðalaldurinn kominn upp í 37 ár og á síðasta ári var hann 41 ár.

Þessar tölur fengu Fiskifréttir hjá Siglingastofnun Íslands en þær miðast við skip sem eru 20 brúttótonn eða stærri. Á síðasta ári var í fyrsta skipti skylt lögum samkvæmt að lögskrá sjómenn á öllum fiskiskipum, stórum og smáum. Samkvæmt þeirri skráningu er meðalaldur sjómanna í heild 42 ár, þar af er meðalaldur á smábátum (bátum undir 15 BT) 45 ár en á öðrum skipum og 40-41 ár.