01.02.2012 19:00

Sigrún ÞH 169 / Reykjaborg RE 25 / Sylvía

Þessi íslenska smíði, hefur staðið sig mjög vel í gegn um árin, og þá einkum sem fiskiskip var t.d. í ein 18 ár snurvoðabátur á Suðurnesjum og er nú orðinn hvalaskoðunarskip á Húsavík. Hér birti ég þrjár myndir af honum þó margar fleiri séu til., enda nöfnin mun fleiri en þrjú.


                 1468. Sigrún ÞH 169 © mynd Snorrason


                  1468. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorrason


                 1468. Sylvía, á Húsavík sl. sumar © mynd Ragnar Emilsson, 2011

Smíðanúmer 9 hjá Vör hf., Akureyri, 1986. Breytt í hvalaskoðunarskip Akureyri, vorið 2007

Nöfn: Sigrún ÞH 169, Rögnvaldur SI 77, Reykjaborg RE 25, Von BA 33,  Hrímnir ÁR 51,  Harpa GK 40, Harpa GK 141, aftur Harpa GK 40,  Björgvin ÍS 468 og núverandi nafn: Sylvía.