01.02.2012 13:40

Loftmynd með 9 bátum

Þessa skemmtilegu loftmynd af afhafnarsvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hef ég birt áður en ekki fyrr í svona góðum gæðum. Þarna má sjá 8 báta á athafnarsvæði stöðvarinnar og einn utan svæðisins. Þekki ég suma þeirra en aðeins tvo þekki ég ekki og er í vafa með þann þriðja. Mín tillaga af nöfunum er fyrir neðan myndina.


                Athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvikur úr lofti © mynd af Fb síðu SN

Í gamla slippnum má sjá 1249. Sigurvin GK 51 sem nú er búið að rífa. Í slippnum er frá vinstri 1134. Steinunn SH 167 og 264. Gullhólmi SH 201. þennan fyrir neðan Steinunni þekki ég ekki. Hægra meginn í slippnum er Vísisbátur og giska ég á að þetta sé 237. Fjölnir SU 57 og við hlið hans má sjá 284. Sólborgu RE 22 sem nú er sjóræningjaskip í Grafarvogi. Neðst í slippnum við hliðina á Bátaskýlinu er 1125. Gerður ÞH 110. Fyrir ofan slippinn hér neðst á myndinni er plastbátur sem ég man ekki hve er. Þá sést níundi báturinn á myndinni þar sem hann stendur aftan við hús þau sem nú hýsa Saltver, en það er 1331. Margrét HF 148, en hann stóð þarna eftir að hafa skemmst í fárviðri í Njarðvikurhöfn í des. 2000 og var síðan dæmdur ónýtur.