30.01.2012 20:00
Rauðsey AK á landleið með fullfermi að loðnu
1030. Rauðsey AK 14, á leið í land með fullfermi að loðnu © mynd Kristinn Benediktsson, 1977
Af Facebook:
Guðni Ölversson Flottar myndir. Alltaf eitthvað við þessa báta. Reyndar var það óhagræði á Rauðseynni að brúin var ekki hækkuð þegar byggt var yfir bátinn. Þeir gátu aldrei keyrt fulla ferð með fullan bát á móti einhverju veðri. Sjóirnir buldu alltaf á brúnni. Stungum þá af á Ásberginu óyfirbyggðu á vertíðinni 1975. Í veðrinu þegar Járgerður fórst.
Skrifað af Emil Páli
