30.01.2012 10:00

Smári SH 221 á hörpudiskveiðum á Breiðafirði

Hér sjáum við Smára SH með mikið af hörpudiski um borð, við veiðar á Breiðafirði 1977




      778. Smári SH 221, á hörpudiskveiðum á Breiðafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1977

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Sigurjón Helgason skipstjóri og útgerðarmaður í glugganum, og á dekkinu eru Arnaldur Árnason kokkur Guðmundur Valur Valtýsson háseti, Smári Axelsson háseti og seinna skipsstjóri í Stykkishólmi var með Sigurð Sveinsson SH, Svan SH og Kristinn Friðriksson SH, Jón Benediktsson vélstjóri og stýrimennirnir Daníel Njálsson og Jón Guðmundsson frá Ósi, en hann varð síðar skipstjóri á Smára
Lárus Þór Pálmason Jón Guðmundsson og Daníel Njálsson voru báðir af Skógarströndinni, Jón (Donni) frá Ósi og Daníel frá Breiðabólstað.
Sigurbrandur Jakobsson Jújú Lárus þekkti Jón frá Ósi vel, hann varð svo trillukarl í Hólminum í mörg ár, keypti gamla litla trétrillu af Sigga Sör og skírði Hrísey. Siggi Sör var öðru nafni Diddi Odds, einn af fáum sem gengu undir tveim nöfnum að ég hef heyrt um
Lárus Þór Pálmason Var Siggi Sör ekki á hafnarviktinni?
Sigurbrandur Jakobsson Jú og átti trillurnar Vin SH 6 og þessa sem hann seldi Jóni frá Ósi, og svo plastbátinn Litla Vin SH 6 sem Hafsteinn sonur hans á í dag
Lárus Þór Pálmason Minnir að það hafi verið ´81 sem var sérlega mikið að gera og ég var búin að vaka á þriðja sólhring og fór á milli báta í Hólminum til að gera við en þeir komu hver á eftir öðrum með rifið í land. Í pásu fór ég inn á vikt að spjalla við Si...gga og skyndilega snérist allt í hring fyrir augunum á mér og ég datt meðvitundarlaus í gólfið, en vaknaði fljótlega og það fyrsta sem ég sá var Siggi skelfingin uppmáluð og hrópaði hástöfum á héraðslækninn og guð almáttugann til skiptis. Ég bað hann að hætta þessum látum og gefa mér kaffi, sem hann gerði og allt varð eðlilegt eftir það.Sjá meira
Sigurbrandur Jakobsson Hann var góður karl hann Diddi en með lítið hjarta og mikið hlýtur honum að hafa brugðið. Var þetta á nýju viktini?