26.01.2012 19:00

Frá Stykkishólmshöfn 1977

Margar myndir munu birtast í kvöld og á morgun og hafa raunar birtst sem Kristinn Benediktsson, tók á og við Snæfellsnes á áttunda áratugnum. Hér kemur ein af þessum myndum og sýnir hún úr höfninni í Stykkishólmi


                            Frá Stykkishólmi © mynd Kristinn Benediktsson, 1977

Sigurbrandur Jakobsson segir þetta um myndina á Facebook: Þarna má sjá 1112 Vinur SH 6 sem var í hlutverki lóðsbáts Hólmara oftast nær, svo er trillan Knörr SH 106 (5043) og næsti bátur er líklega Sigurfari SH 93 (5040). Báðir þessir bátar eru en til en að vísu held ég að búið sé að afskrá annan eða báða. 1112 er orðinn ónýtur, en ég held að skrokkurinn sé til útí Grundarfirði. Minnsta bátnum kem ég ekki fyrir mig gæti samt verið Heppinn SH 47 (5737)