26.01.2012 00:00

Borgþór GK / Borgþór ÞH / Sigþór ÁR / Stakkavík ÁR / Gulltoppur ÁR / Aðalbjörg II RE

Hér er á ferðinni stálbátur smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði og er ennþá í fullri drift. Birti ég sögu bátsins í máli og myndum svo og syrpu sem ég tók af honum koma inn til Sandgerðis.


     1269. Borgþór GK 100, kemur í eina skiptið til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar, 1973


                1269. Borgþór ÞH 231 © mynd Gunnar Jóhannsson, Danmörku


                    1269. Sigþór ÁR 107 © mynd Snorrason


                  1269. Stakkavík ÁR 107 © mynd Snorrason


                      1269. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Snorrason


                     1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerði © mynd Emil Páll


   1269. Aðalbjörg II RE 236 og 1755. Aðalbjörg RE 5 ( t.h.) í Reykjavík © mynd Emil Páll












   1269. Aðalbjörg II RE 236, kemur að landi í Sandgerði © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

Smíðanúmer 400 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Staækkaður 1966. Lengdur í miðju hjá Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf., Hafnarfirði 1994. Perustefni 1996.

Jóhann Þórlindarson, sem lét smíða bátinn í Bátalóni, gerði bátinn aldrei út, heldur lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn, þar til að hann var seldur. Borgþór GK 100 kom aðeins einu sinni til Keflavíkur og þvá var myndin hér fyrir ofan tekin, en þetta var í raun þegar hann var á leið til nýrra eigenda.

Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn: Aðalbjörg II RE 236.