25.01.2012 19:30
Hallgrímur SI 77 fórst í dag við Noreg
Í dag fórst togskipið Hallgrímur SI 77 um 270 mílur út frá Alesundi í Noregi og er þriggja manna enn saknað en einum hefur verið bjargað. Mjög slæmt veður er á staðnum.
Togskipið Hallgrímur var í söluferli hér innanlands, en en þau mál gengu ekki upp og því var skipið selt til Noregs og átti það fyrst að fara í kvótahopp og síðan í pottinn.
Norski fjölmiðillinn NRK birti strax nafn togskipsins og núna áðan birti Sjónvarpið það einnig.

1612. Hallgrímur SI 77, hér sem BA 70 © mynd shipsphotos, Gunni, 2007
Togskipið Hallgrímur var í söluferli hér innanlands, en en þau mál gengu ekki upp og því var skipið selt til Noregs og átti það fyrst að fara í kvótahopp og síðan í pottinn.
Norski fjölmiðillinn NRK birti strax nafn togskipsins og núna áðan birti Sjónvarpið það einnig.
1612. Hallgrímur SI 77, hér sem BA 70 © mynd shipsphotos, Gunni, 2007
Skrifað af Emil Páli
