18.01.2012 13:00

Eskifjörður - Fáskrúðsfjörður - Grundarfjörður - Neskaupstaður og Stöðvarfjörður

Laust fyrir kl. 11.30 í morgun fór ég smá hring á vefmyndavélunum og birti hér niðurstaður frá fimm þeirra, þ.e. fjórum austfjarðarhöfnum og einni á Snæfellsnesi.


                         Eskifjörður og þarna sýnist mér að togarinn Frosti sé við bryggju


       Fáskrúðsfjörður, 1277. Ljósafell SU 70 hér fremst og síðan sést í 1254. Sandvíking ÁR


     Grundarfjörður, trúlega Farsæll SH næstur okkur og síðan Hringur SH utastur en hver er á milli er ég ekki klár.


           Neskaupstaður, Tel þetta vera 1278. Bjartur NK 121, 2730. Beitir NK 123 og fyrir aftan Beitir er 1937. Björgvin EA 311


                   Stöðvarfjörður, en því miður þekki ég ekki bátanna þarna í sundur