17.01.2012 18:35
Auðbjörg SK 50
Samkvæmt ábendingu hefur komið í ljós að þessi bátur sem lengst af bar nafnið Þorkell Björn var eitt sinn skráður Auðbjörg SK 50 með heimahöfn á Hofsósi, til þess að fá byggðarkvóta. Er menn skoða vel þá málningu sem sést þá má sjá stafnina SK 50.

1189. Þarna má sjá grilla í stafina SK 50, en það númer bar hann er hann hét Auðbjörg SK 50 © mynd Ragnar Emilsson
1189. Þarna má sjá grilla í stafina SK 50, en það númer bar hann er hann hét Auðbjörg SK 50 © mynd Ragnar Emilsson
Skrifað af Emil Páli
