17.01.2012 21:00
Green Atlantic ex Jökulfell, enn bilað á Reyðarfirði
Ennþá liggur Green Atlantic, sem eitt sinn hét Jökulfell, við bryggju á Reyðarfirði og hefur gert síðan í haust að aðalvélin bilaði. Þá hefur heyrst að þegar átti að setja í gang hafi komið í ljós að sveifarásinn hafi verið ónýtur og skipta þurfi um hann en það eru sennilega liðnir tveir mánuðir síðan það gerðist og samkvæmt því sem talað er um nú fyrir austan eru það að vélstjórar skipsins og einhverjir frá útgerðinni sjái um viðgerðina en ekkert hefur fréttst meira frá þeim og enn liggur skipið við bryggju á Reyðarfirði.

Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, við bryggju á Reyðarfirði © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 29. des. 2011
Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, við bryggju á Reyðarfirði © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 29. des. 2011
Skrifað af Emil Páli
