13.01.2012 18:00

Bjarni Herjólfsson ÁR 200 dreginn til Ísafjarðar

Þó mikið væri að gera á miðunum varðandi það að passa landhelgina meðan Þorskastríðið varði, komu varðskipin áram við sögu björgunarmála, svo og að aðstoða skip og annað eins og venjulegt er hjá þeim. Hér kemur syrpa sem sýnir þegar varðskipið Ægir dró togarann Bjarna Herjólfsson ÁR 200 til Ísafjarðar og á tveimur þeirra sést þegar hafnsögubáturinn Þytur kemur einnig við sögu.

       1473. Bjarni Herjólfsson ÁR 200, dreginn inn til Ísafjarðar af 1066. Ægi og 1191. Þytur kom þarna líka við sögu. Það merkilega við öll þessi þrjú skip er að þau eru öll til ennþá, hafa öll komið mikið við sögu erlendis og þaðan eru tvö þeirra gerð út núna. 1191. var seldur íslendingi sem býr í Grænlandi, 1066. hefur verið í leiguverkefnum erlendis og 1473, er í dag gerður út frá Namibíu © myndir Örn Ragnarsson