10.01.2012 21:45

Kiddi Lár lengdur á Siglufirði

Búið er að ganga frá því að báturinn verður lengdur á Siglufirði en ekki hjá Sólplasti í Sandgerði eins og sumir síðuhöfundar höfðu fullyrt. Ástæðan er sú að vegna veiðiskyldu sem er á bátnum þurfti verkið að taka skemmri tíma en Sólplast gat framkvæmt, vegna mikillar verkefnastöðunnar hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að leggja af stað með bátinn norður á morgun.


      2704. Kiddi Lár GK 501, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 12. feb. 2010


      2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010