10.01.2012 13:00
Guðmundur Júní ÍS 20
Eins og ég sagði frá fyrr, þá kom þessi togari nokkuð við sögu hjá mér þegar ég fermdist. Fá því mun ég segja hér fyrir neðan en áður kemur myndasyrpa af togaranum og saga hans í stuttu máli.

Guðmundur Júní ÍS 20 © mynd Snorrason

Guðmundur Júní ÍS 20 © mynd Snorrason

Flak Guðmundar Júní ÍS 20 á Suðurtanga, Ísafirði © mynd skipasaga.is

Flak Guðmundar Júní ÍS 20 á Suðurtanga, Ísafirði © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
Síðutogari með smíðanúmeri 476 hjá Cook welton & Gemmel Ltd., Beverley, Engaldni 1925.
Brann í Njarðvíkurhöfn 18. maí 1963. Talinn ónýtur 29. júlí 1963. Flakið dregið til Ísafjarðar og lagt neðst á Suðurtanga.
Nöfn: Júpiter GK 161, Júpiter RE 161 og Guðmundur Júní ÍS 20.
Togarinn var seldur til Njarðvíkur í upphafi árs 1963 og var þar því þegar hann brann. Á þessum árum og lengi eftir það var slökkviliðið í Keflavík skipað mönnum úr ýmsum starfsgreinum sem mættu þegar útköll voru. Einn þeirra sem var í liðinu á þessum tíma var faðir minn og síðar átti ég eftir að vera í liðinu líka. Þegar eldurinn kom upp gerðist það daginn áður en ég átti að fermast og stóð slökkvistarfið yfir langt fram á nótt.
Ég strákurinn sem átti að fara að fermast horfði á slökkvimennina berjast við mikinn eld, við slæmar aðstæður og á tíma óttaðist ég mjög um föður minn, bæði líf hans og eins hvort hann kæmist ekki í ferminguna mína. Allt tókst þó vel og hann var kominn heim heill heilsu áður en fermingin hógst, en ég man það lengi vel hvað mér leið illa um nóttina.
Guðmundur Júní ÍS 20 © mynd Snorrason
Guðmundur Júní ÍS 20 © mynd Snorrason
Flak Guðmundar Júní ÍS 20 á Suðurtanga, Ísafirði © mynd skipasaga.is
Flak Guðmundar Júní ÍS 20 á Suðurtanga, Ísafirði © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
Síðutogari með smíðanúmeri 476 hjá Cook welton & Gemmel Ltd., Beverley, Engaldni 1925.
Brann í Njarðvíkurhöfn 18. maí 1963. Talinn ónýtur 29. júlí 1963. Flakið dregið til Ísafjarðar og lagt neðst á Suðurtanga.
Nöfn: Júpiter GK 161, Júpiter RE 161 og Guðmundur Júní ÍS 20.
Togarinn var seldur til Njarðvíkur í upphafi árs 1963 og var þar því þegar hann brann. Á þessum árum og lengi eftir það var slökkviliðið í Keflavík skipað mönnum úr ýmsum starfsgreinum sem mættu þegar útköll voru. Einn þeirra sem var í liðinu á þessum tíma var faðir minn og síðar átti ég eftir að vera í liðinu líka. Þegar eldurinn kom upp gerðist það daginn áður en ég átti að fermast og stóð slökkvistarfið yfir langt fram á nótt.
Ég strákurinn sem átti að fara að fermast horfði á slökkvimennina berjast við mikinn eld, við slæmar aðstæður og á tíma óttaðist ég mjög um föður minn, bæði líf hans og eins hvort hann kæmist ekki í ferminguna mína. Allt tókst þó vel og hann var kominn heim heill heilsu áður en fermingin hógst, en ég man það lengi vel hvað mér leið illa um nóttina.
Skrifað af Emil Páli
