06.01.2012 23:30
Sprengjusveit eyðir tundurdufli á Héraðssandi
Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um dufl sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var upplýst um málið og fengu þeir sendar myndir sem staðfestu að um var að ræða tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni. Talið var nauðsynlegt að fara á staðinn til eyðingar.
Komu sprengjusveitarmenn austur í gærkvöldi og í birtingu var haldið á staðinn. Var um að ræða eitt dufl og reyndist vera sprengiefni í því. Var því eytt á staðnum með dínamíti og plastsprengiefni. Ekki sáust fleiri dufl í sandinum að þessu sinni.

Sprengjusérfræðingur kannar innihald duflsins
Að sögn sprengjusérfræðinga geta tundurdufl varðveist vel í sandi ef þau er alveg grafin niður en koma upp á yfirborðið við breytingar í sandinum - eins geta þau horfið skyndilega. Mikilvægt er fyrir sprengjusérfræðinga að vera fljótir á vettvang eftir að tilkynning um dufl hefur borist til þeirra. Best er að hafa samband við 112 sem gefur samband áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.
