06.01.2012 23:20

Ísbjörn ÍS: Skrúfu og stýrislaus við bryggju

Samkvæmt frétt á bb.is er Ísbjörn ÍS, sem rækjuverksmiðjan Kampi ehf. og Birnir ehf. festu nýlega kaup á er enn í Reykjavík en þar hefur hann verið í slipp síðan í nóvember. Vegna tafa sem urðu á afhendingu varahluta erlendis frá þurfti að setja skipið niður úr slipp rétt fyrir jól, skrúfu- og stýrislaust til að koma öðru skipi að. Vonast er til að Ísbjörn komist aftur í slipp í byrjun næstu viku. Ef áætlanir standast fer hann niður úr slippnum seinnipart næstu viku og þá skýrist frekar hvenær hann verður kominn til heimahafnar á Ísafirði.


       2276. Ísbjörn ÍS 304, við Ægisgarð í Reykjavík © mynd Emil Páll, 24. des. 2011