06.01.2012 23:10
Sólblossi festur á filmu
Meðalstór sólblossi og kórónusvketta varð á fjærhlið sólarinnar 2. janúar sl. Fram kemur á bloggsíðu Stjörnufræðivefjarins að Solar Dynamics Observatory gervitungl NASA hafi fylgst með sýningunni í um þrjár klukkustundir þegar rafgasið streymdi tignarlega út í geiminn.
"Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði náði hluti rafgassins ekki að sleppa frá sólinni og féll aftur niður á yfirborðið í nokkurs konar rafgasrigningu.
Þessi skvetta beindist ekki að jörðinni en ef svo hefði verið, hefði líklega orðið glæsileg norðurljósasýning tveimur til þremur dögum síðar," segir á bloggsíðunni.
