06.01.2012 14:35

Fyrsta togaralöndun ársins á Siglufirði

Fyrsta löndun ársins

Í morgun var landað úr Múlabergi á Siglufirði rúmlega 70 tonnum af fiski, langmest þorski, eftir aðeins tveggja daga veiðiferð. Þetta var fyrsta löndun ársins hjá Ramma og aflinn verður unninn í fiskvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins í dag.

Múlaberg í Siglufjarðarhöfn í morgun.© mynd Rammi hf.