05.01.2012 23:29
Fyrirlestur um eldsvoðann um borð í Goðafossi
Í skýrslu Rannsóknanefndar sjóslysa kemur fram að góð þjálfun og rösk viðbrögð skipverja hafi gert gæfumuninn hversu vel tókst til við gífurlegu erfiðar aðstæður.
Í atvikalýsingu segir m.a.;
"...þegar skipið var statt á 64°01´N og 11°06´V, urðu skipstjórnarmennirnir á stjórnpalli varir við að mikill bjarmi lýsti upp umhverfið aftan við skipið. Skipstjórinn lét yfirvélstjórann vita að öðru hvoru gysu miklar eldtungur upp úr reykröri aðalvélar."
"Áhöfn var kölluð út til slökkvistarfa samkvæmt neyðaráætlun og skipinu snúið upp í veðrið og haldinn sjór á hægri ferð auk þess sem Vaktstöð siglinga var upplýst um stöðuna. Mikill eldur var inni í skorsteinshúsinu og virtust upptök hans vera niður við gólfið á A-þilfari við afgasketilinn. Eldur teygði sig upp eftir skorsteinshúsinu og upp öll þilför að loftræstiristunum og leitaði þar út. Úti skíðlogaði afturþil skorsteinshússins og réðust skipverjar skipsins til atlögu við eldinn."
Nánar á síðu RNS
Myndir Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður

