30.12.2011 12:10

Sædís ÁR 22

Hér er á ferðinni einn af þeim bátum sem smíðaðir voru í Hafnarfirði. Hann strandaði 1963 en var náð út aftur og sökk síðan í Húnaflóa 1979, Sögu hans birti ég undir myndinni.


         301. Sædís ÁR 22, í Skipasmíðastöð Njarðvikur með nýtt stýrishús sem sett var á hann þar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, 1977

Smíðaður í Hafnarfirði 1939. Strandaði á Garðskagaflös 15. des. 1963, náð úr aftur. Nýtt stýrishús, Njarðvíkurslipp 1977 og sökk í Húnaflóa 27. júní 1979.

Nöfn: Auðbjörg GK 301, Auðbjörg HU 6, Auðbjörg SH 197, aftur Auðbjörg HU 6, Sigmundur Sveinsson KÓ 6, Bliki SH 166, Sædís ÁR 22 og Vinur ST 21