29.12.2011 22:30

Meira um tjónið á Neskaupstað á aðfangadag ( 3.hl)

Í óveðrinu á aðfangadagskvöld í Neskaupstað skemmdist Barði NK en Barði slitnaði frá að framan og sést í eftirlitsmyndavélum þegar skipið slitnar frá bryggju og leggst á bb hliðina um ca 45 gráður, Barði lendir síðan á Reinu og gerir gat á skutinn og slítur síðan landfestatóg Reinu.  Einnig kom gat á Barða og lunningin aftan við stýrishús bognar.  Svo fuku ruslagámar í sjóinn og sést á einni myndinni gámur sem fauk í sjóinn við hliðina á Bjarti NK og á annari mynd sést hvar gámurinn stóð bundinn í síldartunnur með steypu í og er vegalengdinn sem gámurinn fór ca 6-700 metrar og ekki merki um að hann hafi komið við jörð í flugferðinni. Einnig fuku stórir gámar og bretti kv Bjarni G






                                               Skemmdirnar á 1976,. Barða NK











                                                        Gámurinn í sjónum

                  Gámurinn hífður upp © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 27. og 28. des. 2011