25.12.2011 16:00

Óveður í Neskaupstað á Aðfangadagskvöld

Gleðilega hátíð, Óveður var hér í Neskaupstað í gærkvöldi og var það verst á milli 20.00 til 22.00 og fór vindhraði í hviðum yfir 60 metra á veðurstöð við höfnina milli 20.30 og 20.45 komu miklar hviður og slitnaði Barði NK og Reina frá bryggju. Barði NK slitnaði frá að framan og hékk í afturtógunum þegar tókst að koma honum að bryggju aftur. Flutningaskipið Reina er hér yfir hátíðirnar og slitnaði frá að aftan. Skipið hékk í frammtógunum og tókst að varna því að skipið slitnaði alveg frá. Síðan var tógum komið á skipið að aftan og með aðstoð Hafbjargar tókst að koma skipinu að bryggju. Skemmdir urðu á húsi Björgunarsveitarinnar Gerpis en þar brotnuðu rúður og stór hurð fauk í heilu lagi út og skemmdi harðbotnabát sveitarinnar Glæsir. Kv Bjarni G



























       Frá óveðrinu í Neskaupstað í gærkvöldi, aðfangadagskvöld © myndir Bjarni Guðmundsson, 24. des. 2011