25.12.2011 13:00

Hafnarfjörður: Hvaleyrarbakki og dokkirnar

Hérna sjáum við úteftir Hvaleyrarbakka í Hafnarfirði og báðar dokkirnar. Í þeirri minni er Atlantic Vikings sem er það í algjörri óvissu eins og áður hefur verið sagt frá, en menn hafa jafnvel rætt um að fara með hann í pottinn frekar en að gera við hann. Allt kemur það þó í ljós.


          Frá Hafnarfirði í gær. Nánar er sagt frá málum ofan við myndina © mynd Emil Páll, 24. des. 2011