25.12.2011 00:00

Brettingur og Baldvin Njálsson í snjómuggu og ekki

Þar sem það spáði nánast fárviðri á suðvesturhorninu á aðfangadag, tók ég dagnn snemma og fór um hádegi, en ég átti boð í jólaboð hjá dóttur minni í Reykjavík. Síðan kom á daginn að veðrið var í raun ekkert slæmt, en engu að síður ætlaði ég þá að nota tímann og taka mikið að myndum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík, en ekki gekk það upp. Að vísu kom snjómugga þegar ég birjaði að mynda í Hafnarfirði og um leið bilaði myndavélin, þannig að mjög fáar myndir komu, en þess í stað náði ég nokkrum á símann minn og er það uppstaðan í þeim myndum sem munu birtast á þessari síðu í dag jóladag


     1279. Brettingur KE 50, í snjómuggunni í Hafnarfirði í hádeginu á aðfangadag, en eins og sjá má er hann orðinn blár að lit, sem er nánast sami liti og hann bar er hann var NS 50


       2182. BAldvin Njálsson GK 400, í snjómuggunni í hádeginu á aðfangadag, í Hafnarfirði

Svo gekk muggan yfir og allt birti á ný, en þá bilaði myndavélin þannig að ég gat ekkert súmmað og  litlu síðan ekkert notað hana, en þessar myndir eru teknar í ágætu skyggni, en engu súmmi


        1279. Brettingur KE 50, nú blár, í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á aðfangadag jóla


         2182. Baldvin Njálsson GK 400, í hádeginu á aðfangadag jóla © myndir Emil Páll, 24. des. 2011