23.12.2011 00:00
Sandvík ÍS 707, hjá Sólplasti
Rétt fyrir hádegi, fimmtudaginn 22. desember 2011, kom Margeir Jónsson á flutningabíl frá Jóni og Margeiri í Grindavík með Sandvík ÍS 707, frá Grindavík, til Sólplasts í Sandgerði. Þar fær báturinn viðhald, endurbætur og hugsanlega lengingu. Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem ég tók við það tækifæri, en fyrsta myndin sýnir þó þá Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeiri og Páll Jóhann Pálsson, útgerðarmann bátsins, virða fyrir sér aðstæðu í húsinu hjá Sólplasti, áður en báturinn var settur þar inn.
Margeir Jónsson (f.v.) og Páll Jóhann Pálsson og utan dyra má sjá enn einn Grindvíkinginn, eða kannsi fyrrum Grindvíking, er hann hét þar Sigurvin GK 61 en er nú skráður Sigurborg I GK 61
Flutningabíllinn frá Jóni & Margeiri með 6936. Sandvík ÍS 707, kominn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði. Gerfihnattarkúlan sem er um borð í Sandvík er bátnum óviðkomandi.
Þá hefst það verk að hífa hann af vagninum
Hér er báturinn kominn á loft
Bátnum komið fyrir á vagni til að trilla honum inn
6936. Sandvík ÍS 707
Eftir að báturinn komst í eigu núverandi eigand fékk hann skráninganúmerið ÍS og með heimahöfn á Þingeyri, en áður hafði hann ST númer með heimahöfn í Munaðarnesi
6936. Sandvík ÍS 707, kominn á þann stað sem hann mun verða einhvern tíma, innandyra hjá Sólplasti í Sandgerði © myndir Emil Páll, 22. des. 2011
