22.12.2011 17:20

Enn óvissa með lengingu Kidda Lár

Þrátt fyrir þær fullyrðingar á sumum skipasíðum að Sólplast sé að hefja lengingu á Kidda Lár GK 501 um 2 metra, er sú staða ekki örugg ennþá. Að vísu er hugur kaupenda bátsins í þá veru, en það dugar ekki til og því er óvíst hvort hann verði lengdur í Sandgerði eða annarsstaðar. Einnig tengist það sama máli, hvort farið verði strax úr í lenginguna eða hún bíði.


      2704. Kiddi Lár GK 501, nýkominn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði þar sem hann er ennþá © mynd Emil Páll, 12. feb. 2010