22.12.2011 09:25

Hugborg SH 87, seld til Bolungarvíkur - stolin mynd

Ég sá það í gær á síðu einni að Hugborg SH hefur verið seld til Bolungarvíkur. Með frásögninni fylgdi mynd merkt viðkomandi skipasölu. Um er að ræða stolin mynd af síðunni minni sem ég tók í Ólafsvík í ágúst 2009.

Birti ég því mína mynd og þá sem skipasalan merkti sér og sjá menn að það er sama myndin.


                 2493. Hugborg SH 87, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                         2493. Hugborg SH 87 © mynd www.híbýliogskip.is