Helga María AK-16. Myndin er fengin af vef HB Granda. Áhöfnin á togaranum Helgu Maríu AK 16, sem HB Grandi gerir út, hefur ákveðið að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands um 300.00 kr. fyrir jólin. Skipstjórinn segir að áhöfnin reyni að leggja góðu málefni lið, enda ástandið víða erfitt vegna atvinnuleysis. Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri Helgu Maríu, segir í samtali við mbl.is að áhöfnin hafi gert þetta áður, en í fyrra fór styrkurinn til Mæðrastyrksnefndar. Hann segir að áhöfnin sé svo lánsöm að hafa vinnu og vera aflögufær. Þeir vilji endilega láta gott af sér leiða. "Ekki veitir af fyrir fólkið. Það er skelfilegt að horfa á fréttirnar og sjá hvað margir eiga bágt," segir Eiríkur. Eiríkur hvetur aðra, bæði einstaklinga og fyrirtæki sem séu aflögufær, að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín. Fleiri hafa látið gott af sér leiða Hann bendir á að fleiri áhafnir hafi einnig látið gott af sér leiða nú um jólin. Í gær var t.a.m. greint frá því að áhöfn togarans Björgvins EA-311 hafi fært Mæðrastyrksnefnd á Akureyri og félagsþjónustunni á Dalvík peningagjöf að upphæð 300 þúsund krónur. Þá hefur áhöfnin á togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA-11 safnað hálfri milljón króna til góðgerðarmála fyrir þessi jól sem skiptist milli þriggja aðila þetta árið, m.a. Mæðrastyrksnefndar og Ljósberans."/>

21.12.2011 15:05

Sjómenn gera góðverk

mbl.is

Helga María AK-16. Myndin er fengin af vef HB Granda. stækka

Helga María AK-16. Myndin er fengin af vef HB Granda.

Áhöfnin á togaranum Helgu Maríu AK 16, sem HB Grandi gerir út, hefur ákveðið að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands um 300.00 kr. fyrir jólin. Skipstjórinn segir að áhöfnin reyni að leggja góðu málefni lið, enda ástandið víða erfitt vegna atvinnuleysis.

Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri Helgu Maríu, segir í samtali við mbl.is að áhöfnin hafi gert þetta áður, en í fyrra fór styrkurinn til Mæðrastyrksnefndar.

Hann segir að áhöfnin sé svo lánsöm að hafa vinnu og vera aflögufær. Þeir vilji endilega láta gott af sér leiða. "Ekki veitir af fyrir fólkið. Það er skelfilegt að horfa á fréttirnar og sjá hvað margir eiga bágt," segir Eiríkur.

Eiríkur hvetur aðra, bæði einstaklinga og fyrirtæki sem séu aflögufær, að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín.

Fleiri hafa látið gott af sér leiða

Hann bendir á að fleiri áhafnir hafi einnig látið gott af sér leiða nú um jólin.

Í gær var t.a.m. greint frá því að áhöfn togarans Björgvins EA-311 hafi fært Mæðrastyrksnefnd á Akureyri og félagsþjónustunni á Dalvík peningagjöf að upphæð 300 þúsund krónur.

Þá hefur áhöfnin á togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA-11 safnað hálfri milljón króna til góðgerðarmála fyrir þessi jól sem skiptist milli þriggja aðila þetta árið, m.a. Mæðrastyrksnefndar og Ljósberans.