21.12.2011 15:00
Fór á hliðina í Baldri
Óhapp varð í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gærkvöldi þegar vagn með gámalyftara, sem var tengdur við flutningabifreið, fór á hliðina. Að sögn eiganda bílsins var mikil ölduhæð þegar ferjan var að sigla til Stykkishólms.
Sævar Ingi Benediktsson, eigandi flutningafyrirtækisins BB og synir, segir í samtali við mbl.is að engan hafi sakað. Hann fékk upplýsingar um óhappið um kl. 21 í gærkvöldi en hann segir að atvikið hafi átt sér stað á áttunda tímanum.
"Bíllinn stóð á framdekkinu og lyftist upp öðru megin að aftan, en vagninn fór nánast í 90 gráður," segir Sævar.
