20.12.2011 13:01
Íslensk-færeyskur Ægir TN 1083 / Gordrúgvin FD 359
Þessi er af gerðinni Gáski 1120D frá Mótun ehf. í Njarðvík og var i raun með framleiðslunúmer 9 frá Njarðvíkurstöðinni. Bátnum var rennt úr húsi á síðasta vetrardag, 24. apríl 2002 og sjósettur í Grófinni, Keflavík að kvöldi 2. maí og reynslusiglt daginn eftir og þann 8. maí var honum siglt til Reykjavíkur þar sem Eimskip hafði ekið að sér að flytja hann til Færeyja.
Hér birti ég myndir sem ég tók fyrir kynningablað sem ég gerði um fyrirtæki í Njarðvik á árinu 2002 og kaus Mótun að hafa eingöngu auglýsingar. Þá birtist nýleg mynd af bátnum, en hann hefur nú fengið nýtt nafn í Færeyjum
Er hann fór héðan hét hann Ægir TN 1083 og var frá Tórshavn, en nú er nafnið Gordrúgvin FD 359 og er frá Oyri.



Ægir TN 1083, í Grófinni, Keflavík og á þeirri efstu í reynslusiglingu á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 8. maí 2002
Gordrúgvin FD 359 © mynd shipspotting. Regin Torkilsson, 2011
Hér birti ég myndir sem ég tók fyrir kynningablað sem ég gerði um fyrirtæki í Njarðvik á árinu 2002 og kaus Mótun að hafa eingöngu auglýsingar. Þá birtist nýleg mynd af bátnum, en hann hefur nú fengið nýtt nafn í Færeyjum
Er hann fór héðan hét hann Ægir TN 1083 og var frá Tórshavn, en nú er nafnið Gordrúgvin FD 359 og er frá Oyri.
Ægir TN 1083, í Grófinni, Keflavík og á þeirri efstu í reynslusiglingu á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 8. maí 2002
Skrifað af Emil Páli
