20.12.2011 08:40

Ísl. framleiðsla fyrir Færeyjar, komin aftur hingað til lands

Færeyski plastbáturinn Sjoam SA 161, sem framleiddur var hjá Mótun í Njarðvik á árinu 2004 fyrir Færeyinga er nú kominn aftur hingað til lands, en hann hefur verið keyptur til Stykkishólms þar sem hann mun fá nafnið Álfur SH.

Um er að ræða bát að gerðinni Gáski 1100 sem var 19. báturinn sem Mótun ehf. framleiddi í Njarðvik og var sjósettur í Njarðvikurhöfn 6. sept. 2004 og þaðan sigldi Ragnar G. Ragnarsson honum til Reykjavíkur tveimur dögum síðar þar sem hann fór samdægurs í skip sem flutti hann til Færeyja og nú er hann kominn aftur hingað til lands.

Allan tímann í Færeyjum bar hann sama nafnið og númerið


                 Sjoam SA 161, í Færeyjum © mynd shipspotting Reginn Torkilsson, 2008