18.12.2011 10:30
Útskipting á búnaði skipa
Fjareftirlit á hafsvæði A1 - Sjálfvirk tilkynningaskylda
Útskipting á búnaði skipa
Samkvæmt reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 672/2006 átti eftir orðanna hljóðan að skipta út Racal tækjum fyrir AIS tæki í skipum og bátum með haffæri á hafsvæði A1 strax um áramótin 2010 / 2011. Af hagkvæmnisástæðum var miðað við að skipti færu fram í síðasta lagi við búnaðarskoðun á árinu 2011. Nú um áramótin eiga allir bátar og skip að hafa farið í gegnum búnaðarskoðun þetta árið og tækjaskipti eiga að hafa farið fram. Ekki verður gefin frekari frestur en til áramóta að nota Racal búnað enda hefst fljótlega niðurtekt á á landstöðvum og um leið verður slökkt á miðlægum búnaði. Eftir áramótin verður því engin vöktun á sendingum Racal tækja.
