18.12.2011 10:10

Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis

Meðan ekki er hægt að setja inn nýjar myndir á síðuna, vegna vilunar mun ég gera meira af því að leita uppi fréttir frá öðrum miðlum og setja hér inn. Þessi er t.d. af vef Landhelgisgæslunnar



AegirIMGP0467

Laugardagur 17. desember 2011

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta.  Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar.  Fjórum svæðum var lokað sunnan við Snæfellsnes og í Breiðafirði vegna mælinga á fiski sem gáfu of hátt hlutfall smáfisks í aflanum. Einnig skiptu varðskipsmenn um öldumæliduflið við Surtsey og tekið var þátt í tveimur næturæfingum með þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem framkvæmdar voru hífingar af skipi, úr björgunarbát og úr sjó.

 Meðfylgjandi myndir sýna eftirlit um borð í dragnótabát  og æfingu með þyrlu Gæslunnar og komu léttabáts að varðskipinu.

2011-12-15,-maeling
Eftirlit um borð í dragnótabát. © Jón Páll Ásgeirsson.

AegirIMG_1811
Æfing með þyrlu LHG. © Guðmundur St. Valdimarsson