16.12.2011 22:20

Valur ÍS strandaði við Súðavík

bb.is

Papey dregur bátinn af strandsstað. Mynd: Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.
Papey dregur bátinn af strandsstað. Mynd: Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.


Báturinn Valur ÍS 20 strandaði við innsiglinguna í Súðavíkurhöfn í gærkvöldi. Slökkvilið Ísafjarðarbeiðni fékk beiðni um aðstoð um kl. 19. Mannskapur með dælur var sendur til Súðavíkur og fór út með skipinu Papey sem dró Valinn af strandsstað. Engin leki kom að Valnum og var hann dreginn í höfninna í Súðavík að því er segir á vef slökkviliðsins.